Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Tími ekki að kaupa mér bíl
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 21. október 2023 kl. 06:17

FS-ingur vikunnar: Tími ekki að kaupa mér bíl

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Ívar Snorri Jónsson.
Aldur: 18.
Námsbraut: Listnámsbraut og tónlistarbraut.
Áhugamál: Tónlist.

Ívar Snorri Jónsson er átján ára nemandi á listnámsbraut í FS. Hann er áhugasamur um tónlist og  stefnir á að útskrifast til að enda ekki betlandi á götum bæjarins. Ívar er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Einfalda lífið og æskan sjálf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég hreinlega tími ekki að kaupa mér bíl og keyra til Reykjavíkur. Það er líka rosalega þægilegt að klára stúdentinn í Keflavík.

Hver er helsti kosturinn við FS? Ég er allavega mjög sáttur með listnámsbraut. Ég er að fá stúdentinn með því að klára basic áfanga og mála nokkrar myndir. Stór kostur.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið virðist vera mjög gott á fyrsta ári en róast síðan niður því lengra sem tíminn gengur. Ég er á fimmtu önn og reyni að ná mætingu í tíma og drulla mér út ASAP. Nenni lítið að hanga og spjalla.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Frosti Sigurðarson er tær snilld þegar kemur að körfubolta.

Hver er fyndnastur í skólanum? Bragi myndlistarkennari 100%.

Hvað hræðist þú mest? Sársaukafullan dauða og niðurlægingu.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Föt frá B & L er hot right now. Mullet er alveg rosalega kalt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? My Sweet Lord - George Harrison.

Hver er þinn helsti kostur? Ég get hreyft á mér eyrun.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? YouTube og Spotify er mest notað.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Útskrifast og helst ekki enda betlandi á götum bæjarins.

Hver er þinn stærsti draumur? Að búa í Hafnarfirði, underrated bær.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Óhagganlegur. Ekki er hægt að hagga mér.