FS-ingur vikunnar: Skólagangan mín er eins og félagsmiðstöð
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Jökull Þór Kjartansson
Aldur: 16 ára (2007)
Námsbraut: Húsasmíðabraut
Áhugamál: Er mikill áhugamaður um endurvinnslu
Jökull Þór Kjartansson er sextán ára húsasmíðanemi í FS. Jökull segir félagslífið í FS vera allt of gott en hann valdi skólann út af félagslífinu. Hann dreymir um frama sem tásufyrirsæta og stefnir á að gera betur í dag en í gær. Jökull er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna mest ganganna í grunnskóla.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Bara út af félagslífinu, skólagangan mín er eins og félagsmiðstöð.
Hver er helsti kosturinn við FS? Skólinn er alltaf vel þrifinn.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Allt of gott.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel fyrir að vera dansmeistari.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hemmi, hann er alltaf að kitla mig og djóka í mér hehe.
Hvað hræðist þú mest? Úfff, kattareigendur eru vel þreyttar týpur.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: smekkbuxur. Kalt: fiskur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fokkt á klúbbnum - big sexy
Hver er þinn helsti kostur? Helsti kostur er hvað ég er fljótur að rífa mig úr þegar það á við og er almennt frábær manneskja.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Gera betur í dag en í gær.
Hver er þinn stærsti draumur? Að verða tásumodel og frjáls.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Misskilin eða þakklæti.