Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Skólagangan mín er eins og félagsmiðstöð
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 12. nóvember 2023 kl. 06:04

FS-ingur vikunnar: Skólagangan mín er eins og félagsmiðstöð

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Jökull Þór Kjartansson
Aldur: 16 ára (2007)
Námsbraut: Húsasmíðabraut
Áhugamál: Er mikill áhugamaður um endurvinnslu

Jökull Þór Kjartansson er sextán ára húsasmíðanemi í FS. Jökull segir félagslífið í FS vera allt of gott en hann valdi skólann út af félagslífinu. Hann dreymir um frama sem tásufyrirsæta og stefnir á að gera betur í dag en í gær. Jökull er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna mest ganganna í grunnskóla.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Bara út af félagslífinu, skólagangan mín er eins og félagsmiðstöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er helsti kosturinn við FS? Skólinn er alltaf vel þrifinn.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Allt of gott.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel fyrir að vera dansmeistari.

Hver er fyndnastur í skólanum? Hemmi, hann er alltaf að kitla mig og djóka í mér hehe.

Hvað hræðist þú mest? Úfff, kattareigendur eru vel þreyttar týpur.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: smekkbuxur. Kalt: fiskur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fokkt á klúbbnum - big sexy

Hver er þinn helsti kostur? Helsti kostur er hvað ég er fljótur að rífa mig úr þegar það á við og er almennt frábær manneskja.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Gera betur í dag en í gær.

Hver er þinn stærsti draumur? Að verða tásumodel og frjáls.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Misskilin eða þakklæti.