FS-ingur vikunnar: Óttast mest að verða blankur
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Friðrik Franz Guðmundsson
Aldur (fæðingarár): Fæddur 2006
Námsbraut: Rafvirkjun
Áhugamál: Golf og fótbolti
Friðrik Franz Guðmundsson er sautján ára Grindvíkingur sem er í rafvirkjun í FS. Hann valdi FS vegna nálægðarinnar við heimabæinn og uppáhaldslag Friðriks er Grindavík er alltaf bærinn minn. Friðrik Franz er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Bekkjarins.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Nálægt Grindavík og vinirnir fóru þangað líka.
Hver er helsti kosturinn við FS? Góður félagsskapur.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Allt í lagi bara ...
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Arnór Tristan fyrir körfuboltann.
Hver er fyndnastur í skólanum? Máni Arnars.
Hvað hræðist þú mest? Að verða blankur.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Subway. Kalt: Liverpool.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Grindavík er alltaf bærinn minn með Sibba.
Hver er þinn helsti kostur? Þrautseigja.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Instagram.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að vinna sem rafvirki.
Hver er þinn stærsti draumur? Að verða atvinnumaður í golfi.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Bestur – af því bara!