Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Metnaðarfullur og kaffisjúkur
Sunnudagur 24. mars 2024 kl. 06:06

FS-ingur vikunnar: Metnaðarfullur og kaffisjúkur

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Hafþór Örvar Sveinsson.
Aldur: 18.
Námsbraut: Vélstjórnarbraut.
Áhugamál: Bílar og íþróttir.

Hafþór Örvar Sveinsson er á nítjánda ári og kemur úr Garðinum. Hafþór er á vélstjórnarbraut í FS og hefur áhuga á bílum og íþróttum. Framtíðarplön Hafþórs er að fara beint á sjóinn eftir nám.

Á hvaða braut ertu? Er á vélstjórnarbraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Stutt að fara í skólann og geggjaðir kennarar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sá fyrsti sem mér dettur í hug er hann Ágúst Þór. Hann er sá allra metnaðarfyllsti sem ég þekki!

Skemmtileg saga úr FS? Þegar ég var nýlega kominn með bílprófið og ákvað að brenna smá gúmmí fyrir utan skólann sem endaði á því að ég braut gírkassann á bílnum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Kristján Birkir klikkar aldrei.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Bílar og íþróttir.

Hvað hræðistu mest? Tindabikkjur, þær eru alveg hræðilegar.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hot for Teacher - Van Halen.

Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfullur og áreiðanlegur.

Hver er þinn helsti galli? Kann ekki stafrófið.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Klárlega Facebook!

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að fólk sé heiðarlegt, duglegt og jákvætt.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Beint á sjóinn. Hef nú ekki hugað neitt lengra en það.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Kaffisjúkur.