FS-ingur vikunnar: Metnaðarfullur frambjóðandi
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Sóley Halldórsdóttir
Aldur: 17 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Karfa
Metnaðarfullur frambjóðandi
Sóley Halldórsdóttir er sautján ára gömul og er á fjölgreinabraut í FS. Sóley er dugleg og metnaðarfull og talar hún um að nýta sér þá kosti í framboði sem hún er að bjóða sig fram í innan nemendafélagsins. Hópurinn hennar heitir BBNFS og er þau með góð og skemmtileg markmið fyrir næsta skólaár. Sóley er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gömul?
Ég er sautján ára.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Skólamats (chili con carne).
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Af því allir vinir mínir voru að fara og til að vera enn í Keflavík.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Kitty í eldhúsinu.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst það mjög gaman ef þú gefur þig í það, þ.e. ef að þú tekur þátt í hlutum tengt skólanum.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Valur Axel sem dansari.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Margrét Norðfjörð allan daginn.
Hvað hræðist þú mest?
Að verða fullorðin.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt er Darri Berg í poker og kalt er líka Darri Berg, nema bara í þýsku.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Barking með Ramz.
Hver er þinn helsti kostur?
Dugleg og metnaðarfull.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Held það se Tiktok og Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Bara það að vera hamingjusöm.
Hver er þinn stærsti draumur?
Sjá Frank Ocean live.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Dugleg.
Hvað er það helsta á döfinni núna í skólanum?
Það eru kosningar núna framundan fyrir nýja stjórn nemendafélagsins og er ég í framboði sem við köllum BBNFS, eða Bring Back old NFS. Stefnan okkar er að lífga við félagslífið eftir covid og koma nefndunum í fullan gang til þess að eiga möguleika á því að gera félagslífið eins gott og það getur verið. Hvetjum alla FS-inga að mæta á kjördag og setja X við BBNFS.