SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Kynnist fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.
Miðvikudagur 16. september 2015 kl. 07:25

FS-ingur vikunnar: Kynnist fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.

Sindri Stefánsson er FS-ingur vikunnar. Hann er tvítugur, kemur frá Reykjavík og er á mála- og félagsfræðibraut.

Á hvaða braut ertu?
Er á Málabraut og Félagsfræðibraut.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hvaðan ertu og aldur?
Kem frá Reykjavík og er tvítugur.

Helsti kostur FS?
Færð að kynnast fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.

Áhugamál?
Saga, tónlist og það toppar ekkert að ferðast kringum heiminn.

Hvað hræðistu mest?
Að týna hinum sokknum..

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Fyrsta nafn sem mér dettur í hug er Sólborg Guðbrandsdóttir með sína sönghæfileika.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Held að það fari ekki framhjá neinum að Heba Ingvars gerir skóladaginn betri.

Hvað sástu síðast í bíó?
Kíkti á Straight Outta Compton sem kom mér verulega á óvart.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Sigga Hall og Extra tyggjópakka.

Hver er þinn helsti galli?
Gleymi alltaf húslyklinum.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Spotify og Instagram.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi laga loftræstinguna og fá mötuneytið til að þjóna okkur í tímum líkt og í háloftunum.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
,,þetta reddast"  og ,,fæ ég einn sjéns?"

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Held að ég muni ekki eftir eins góðri byrjun á félagslífinu alla mína skólagöngu, erum svo sannarlega á uppleið.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Hver er best klædd/ur í FS?
Róbert Freyr

Eftirlætis:

Kennari:
Verð að segja að það er erfitt að gera á milli John Richard Middleton og Rósu dönsku.

Fag í skólanum:
Bóklegu fögin eru svo mörg en hvaða snillingi datt í hug að kenna dans? Allan daginn vel ég dans fram yfir lestur og reikning!

Sjónvarpsþættir:
Leiðarljós með Ömmu.

Kvikmynd:
Með allt á hreinu.

Hljómsveit/tónlistarmaður:
Kaleo og Freddy Mercury.

Leikari:
Johnny Depp

Vefsíður:
Youtube

Flíkin:
Jakkinn og slaufan.

Skyndibiti:
Búllan.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
George Michael - Careless Whisper

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025