FS-ingur vikunnar: Kynnist fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.
Sindri Stefánsson er FS-ingur vikunnar. Hann er tvítugur, kemur frá Reykjavík og er á mála- og félagsfræðibraut.
Á hvaða braut ertu?
Er á Málabraut og Félagsfræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Kem frá Reykjavík og er tvítugur.
Helsti kostur FS?
Færð að kynnast fjölbreytilegu fólki og sérhæfa þig í spilaleiknum Forseta.
Áhugamál?
Saga, tónlist og það toppar ekkert að ferðast kringum heiminn.
Hvað hræðistu mest?
Að týna hinum sokknum..
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Fyrsta nafn sem mér dettur í hug er Sólborg Guðbrandsdóttir með sína sönghæfileika.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Held að það fari ekki framhjá neinum að Heba Ingvars gerir skóladaginn betri.
Hvað sástu síðast í bíó?
Kíkti á Straight Outta Compton sem kom mér verulega á óvart.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Sigga Hall og Extra tyggjópakka.
Hver er þinn helsti galli?
Gleymi alltaf húslyklinum.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Spotify og Instagram.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi laga loftræstinguna og fá mötuneytið til að þjóna okkur í tímum líkt og í háloftunum.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
,,þetta reddast" og ,,fæ ég einn sjéns?"
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Held að ég muni ekki eftir eins góðri byrjun á félagslífinu alla mína skólagöngu, erum svo sannarlega á uppleið.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.
Hver er best klædd/ur í FS?
Róbert Freyr
Eftirlætis:
Kennari:
Verð að segja að það er erfitt að gera á milli John Richard Middleton og Rósu dönsku.
Fag í skólanum:
Bóklegu fögin eru svo mörg en hvaða snillingi datt í hug að kenna dans? Allan daginn vel ég dans fram yfir lestur og reikning!
Sjónvarpsþættir:
Leiðarljós með Ömmu.
Kvikmynd:
Með allt á hreinu.
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Kaleo og Freddy Mercury.
Leikari:
Johnny Depp
Vefsíður:
Youtube
Flíkin:
Jakkinn og slaufan.
Skyndibiti:
Búllan.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
George Michael - Careless Whisper