FS-ingur vikunnar: Kósýbuxurnar uppáhalds flíkin
Lilja Ösp Þorsteinsdóttir er að verða 17 ára og stundar nám á félagsfræðibraut í FS. Kvikmyndin Billy Elliot er í uppáhaldi og hún er skelfilega hrædd við sjó.
Helsti kostur FS? Félagslífið í skólanum
Áhugamál? Helsta áhugamálið er körfubolti
Hvað hræðistu mest? Myndi segja köngulær og sjóinn, skelfilega hrædd við sjó.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Myndi segja Emelía Ósk eða Thelma Dís, þær verða án efa miklar körfuboltastjörnur.
Hver er fyndnastur í skólanum? Þorvaldur íslenskukennari getur alveg átt sín fyndnu móment.
Hvað sástu síðast í bíó? Myndina Duff og hún var skelfileg.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meiri fjölbreytni.
Hver er þinn helsti galli? Get oft verið mjög lengi að koma mér að hlutunum og stundum gleymi ég hvað ég ætlaði að segja í miðri setningu.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Bara þessi vinsælustu Snapchat, Facebook og Instagram.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi stytta hádegishléið og enda skólann þá fyrr.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Sko eða alveg.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott en vantar meiri stemningu.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Útskrifast sem stúdent svo sé ég hvert leiðin liggur.
Hver er best klædd/ur í FS? Úff get ekki sagt um það.
Eftirlætis:
Kennari: John Richard Middleton enskukennari
Fag í skólanum: Stærðfræði
Sjónvarpsþættir: Gossip Girl og 90210
Kvikmynd: Margar sem koma til greina ef þú veist hvað ég meina en Billy Elliot hefur alltaf verið í uppáhaldi
Hljómsveit/tónlistarmaður: Enginn annar en kóngurinn sjálfur Drake
Leikari: Mila Kunis
Vefsíður: Facebook.is
Flíkin: Kósýbuxurnar mínar
Skyndibiti: Subway
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Hard Rock Hallelujah með Lordi