Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Klár, ríkur og myndarlegur
Mánudagur 13. febrúar 2023 kl. 07:33

FS-ingur vikunnar: Klár, ríkur og myndarlegur

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Hildir Hrafn Ágústsson
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Fótbolti

Hildir Hrafn Ágústsson er sextán ára drengur sem er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hildir er á fjölgreinabraut í FS og hefur mikinn áhuga á fótbolta. Hildir segist vera nokkuð viss um að hann langi að verða virkilega ríkur flugmaður í framtíðinni. Hildir er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gamall?
Er sextán ára, verða sautján.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Bekkjarins!

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Út af félagslífinu og langaði ekki í neinn annan skóla.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Klárlega félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Elska’ða!

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Klárlega ég. Er svo klár, ríkur og myndarlegur.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Það þyrfti að vera Hermann Borgar eða Moonshine.

Hvað hræðist þú mest?
Hef enga hugmynd. Örg bara geitunga eða eh.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt: Bink brúsar og kalt: Vans og Converse.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Lauren - Jay1 og Deno.

Hver er þinn helsti kostur?
Úff, það er svo mikið. Ætli það sé ekki bara kurteisi.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, Insta og fokking Inna!

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Er að pæla í flugmanninum er samt ekkert 100% ákveðinn.

Hver er þinn stærsti draumur?
Að vera viðbjóðslega ríkur og lifa fullkomnu lífi.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Ríkur og myndarlegur náungi.