FS-ingur vikunnar: Kann ekki að segja nei við fólk
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Angelina Margrét Líf
Aldur: 17 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Makeup
Angelina Margrét er sautján ára gömul og á fjölgreinabraut í FS. Angelína nýtur sín vel í góðu félagslífi í FS en stefnan hennar fyrir framtíðina er að stofna fyrirtæki og helst flytja á Venus með börnunum sínum. Angelina er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gömul? Ég er 17 ára.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Bekkjarins væænt!
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Þægilegra að vera í FS heldur en einhverjum skóla í bænum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Bara geggjað.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Betsý, því hún er að verða forseti.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hann Hildir Hrafn finnst mér persónulega.
Hvað hræðist þú mest? Sjóinn, óþægilegt að ekki geta séð hvað er ofan í honum.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Kaldasta er ennþá skinny jeans og heitasta eru útvíðar joggingbuxur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Í augnablikinu er það Nowhere með YB.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok örugglega.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín er að stofna fyrirtæki og helst flytja á Venus með börnunum.
Hver er þinn stærsti draumur? Að vera Soccer Mom [fótboltamamma].
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ég er mjög meðvirk, ég bara kann ekki að segja nei við fólk.
Hver er þinn helsti kostur? Að ég sé ekki, þannig séð, feimin manneskja.