Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Hræðist tívolítæki
Sunnudagur 24. maí 2015 kl. 07:00

FS-ingur vikunnar: Hræðist tívolítæki

Björgvin Theodór Hilmarsson er nýnemi á náttúrufræðibraut. Hann segir að félagslífið sé helsti kostur FS og Pulp Fiction sé uppáhalds bíómynd.

Á hvaða braut ertu? Náttúrufræðibraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Keflavík og er að verða 17 ára.

Helsti kostur FS? Félagslífið.

Áhugamál? Fótbolti.

Hvað hræðistu mest? Tívolítæki.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Samúel Þór mun vera frægur fótbolta maður.

Hver er fyndnastur í skólanum? Þorvaldur íslenskukennari.

Hvað sástu síðast í bíó? Mad Max.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ekkert sérstakt.

Hver er þinn helsti galli? Get verið latur.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facebook, Snapchat og Clash of Clans.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Stytta skóladaginn.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ekkert sérstakt.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott. 

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Klára stúdent og fara svo til Bandaríkjanna í háskóla.

Hver er best klædd/ur í FS? Ekki hugmynd.

 

Eftirlætis:

Kennari: Richard enskukennari og Þorvaldur.

Fag í skólanum: Stærðfræði.

Sjónvarpsþættir: Arrow.

Kvikmynd: Pulp Fiction.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Freddie Mercury.

Leikari: Leonardo DiCaprio og Christian Bale.

Vefsíður: Facebook og Youtube.

Flíkin: Engin sérstök.

Skyndibiti: Villi.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Believe með Cher.