Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Hræðist sjóinn  og ætlar  að verða  flugmaður
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 29. október 2023 kl. 06:01

FS-ingur vikunnar: Hræðist sjóinn og ætlar að verða flugmaður

FS-ingur vikunnar
Nafn: Signý Magnúsdóttir
Aldur: 15 (2007)
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Margt og mikið

Signý Magnúsdóttir langaði ekki í neinn annan skóla en FS. Signý er metnaðarfull og hennar stærsti draumur er að fá inngöngu sem fyrst í flugskóla í Noregi. Signý er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Þess sem ég sakna mest við grunnskóla er bara fólkið, gamli bekkurinn minn og eitthvað.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Það var einfaldast og mig langaði ekki í neinn annan skóla.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst við vera með mjög virkt félagslíf miðað við marga skóla og elska hvað allir eru til í að taka þátt.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég bara hef ekki hugmynd.

Hver er fyndnastur í skólanum? Þóranna, hún hefur alltaf eitthvað fyndið að segja.

Hvað hræðist þú mest? Sjóinn.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt þessa stundina er Bink-brúsar og kalt er Converse-skór.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Elska allt með Daniil.

Hver er þinn helsti kostur? Hvað ég er metnaðarfull.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Instagram.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða flugmaður.

Hver er þinn stærsti draumur? Að fara komast inn í flugskóla í Noregi.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ábyrg.