Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest egóista
Veigar Páll Alexandersson.
Sunnudagur 12. maí 2019 kl. 08:00

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest egóista

Veigar Páll Alexandersson er sautján ára Njarðvíkingur. Honum finnst súkkulaðibitakaka vera helsti kostur Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Veigar Páll er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut.
 
Hver er helsti kostur FS?
Súkkulaðibitakaka i mötuneytinu.

Public deli
Public deli

Hver eru áhugamálin þín?
Körfubolti.

Hvað hræðistu mest?
Egóista.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Almar óli (puma) fyrir kraftlyftingar.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Sverrir þór (svessi lee).

Hvað sástu síðast í bíó?
Shazam.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Tyggjó.

Hver er helsti gallinn þinn?
Skrifa virkilega illa.

Hver er helsti kostur þinn?
Fáránlega góður að teikna.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Youtube.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ekki neinu því Kristján er með þetta.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Brosmilt fólk.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Hef enga skoðun á því.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ætla reyna komast í háskóla.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Stutt í allt.

Uppáhalds:
-kennari? Anna Taylor.
-skólafag? Stærðfræði.
-sjónvarpsþættir? Fresh Prince of Belair.
-kvikmynd? Incredibles.
-hljómsveit? One direction.
-leikari? Will Smith.