Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest að ala upp sitt fyrsta barn
Laugardagur 12. mars 2016 kl. 06:00

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest að ala upp sitt fyrsta barn

- Ingunn Kara Gunnarsdóttir er FS-ingur vikunnar

Ingunn Kara Gunnarsdóttir vill að skólinn byrji ekki fyrr en klukkan 9 á morgnana og áhugamál hennar eru að sofa og borða. Ingunn er FS-ingur vikunnar.
 
Á hvaða braut ertu? Félagsfræðabraut.
 
Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Njarðvík og er 18 ára.
 
Helsti kostur FS? Nefndaskrifstofan
 
Áhugamál? Sofa og borða
 
Hvað hræðistu mest? Að ala upp mitt fyrsta barn. Að klúðra eitthverju því maður er að sjá fullt af krökkum sem hafa farið út á ranga braut í lífinu og ég hugsa alltaf strax til mæðra þeirra og finn til með þeim.
 
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Aníta Lóa verður frægur samkvæmisdansari
 
Hver er fyndnastur í skólanum? Hlæ mest af Lovísu og Írisi, þær geta verið virkilega steiktar og það er yfirleitt einkahúmor.
 
Hvað sástu síðast í bíó? Dirty Grandpa
 
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kók í dós
 
Hver er þinn helsti galli? Resting bitch face, feimin við fyrstu kynni og dæmi oft of fljótt
 
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Twitter og Messenger
 
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Leyfa böll á föstudögum og að láta skólann byrja klukkan 9.
 
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Orðin „great“ eða „haa?“
 
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það gott, en félagslíf getur ekki orðið gott ef að fólk tekur ekki þátt í því.
 
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Mig langar að vinna við eitthvað sem tengist að hjálpa börnum, barnageðlæknir eða barnasálfræðingur.
 
Hver er best klædd/ur í FS? Azra Crnac
 
Eftirlætis:
 
Kennari: Hörður
 
Fag í skólanum: Félagsfræði
 
Sjónvarpsþættir: Greys Anatomy
 
Kvikmynd: Burlesque og Harry Potter
 
Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye West, Drake og Rihanna
 
Leikari: Josh Hutchersson
 
Vefsíður: Twitter
 
Flíkin: Svört rúllukragapeysa úr H&M
 
Skyndibiti: Búllan
 
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Taylor Swift og Ariana Grande
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024