FS-ingur vikunnar: Hræðist að verða blankur
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Leó Máni Quyen Nguyén.
Aldur: 18 ára.
Námsbraut: Fjölgreinabraut, stúdent.
Áhugamál: Eiginlega allt sem tengist fjármálum, peningum og rekstri.
Leó Máni Quyen Nguyén hefur mikinn áhuga á fjármálum og ætlar að verða bankastjóri og einn af ríkustu mönnum heims í framtíðinni. Hann valdi FS af því skólinn er stutt að heiman og hann hafði heyrt góða hluti um félagslífið þar. Leó Máni er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Örugglega kennaranna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Því var búin að heyra góða hluti um félagslífið og skólinn er stutt að heiman.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið og ekki bekkjarkerfi.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Eins og er þá er það geggjað, geggjaðar auglýsingar og alltaf einhvað að gerast. NFS á hrós skilið.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel fyrir að vera heimsfrægur dansari.
Hver er fyndnastur í skólanum? Þau eru mjög mörg get ekki valið.
Hvað hræðist þú mest? Sjóinn og að verða blankur.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt eru Uggs og kalt gamlir Air Force 1.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Er búinn að vera að hlusta mikið á ICE GUYS upp á síðkastið.
Hver er þinn helsti kostur? Skipulagður, jákvæður og metnaðarfullur.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Instagram og YouTube.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Verða frumkvöðull, fyrirtækjarekandi, bankastjóri og eiga fallega fjölskyldu.
Hver er þinn stærsti draumur? Verða bankastjóri, eiga nokkur fyrirtæki og verða einn af ríkustu mönnum heims.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Skipulagður. Mér finnst stundum svakalegt hvernig ég næ að skipuleggja allt sem ég geri og eiga ennþá tíma fyrir mig sjálfan.