FS-ingur vikunnar: Hræddur við alla fugla
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Guðjón Þorgils Kristjánsson
Aldur: 16 ára, fæddur árið 2008
Námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut
Áhugamál: Söngur og leiklist
Guðjón Þorgils dreymir um að koma fram á stórum leiksviðum og á hvíta tjaldinu í framtíðinni. Hann er metnaðarfullur og stefnir á að ná langt sem söngvari og leikari. Guðjón Þorgils er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Frelsis og einfaldleika.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Geta verið nálægt heimahögum.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið, einnig er gott nemendafélag.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið jákvætt og líflegt, alveg eins og maður vill hafa það.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sædís Ósk því ég veit að hún verði eitthvað stórt í framtíðinni. Einnig held ég að Gabríela Zelaznicka verði líka fræg, hún er svo flott og dugleg í öllu sem hún gerir að ég trúi ekki öðru en að hún nái sínum markmiðum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Shemariah Mitas, hún kemur manni alltaf í gott skap.
Hvað hræðist þú mest? Fugla, allir stærðir og gerðir.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Gúrkusalat er heitt og blautir sokkar er kalt.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Die with a smile með Lady Gaga og Bruno Mars.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfullur.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það er Instagram.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða söngvari og leikari.
Hver er þinn stærsti draumur? Að koma fram á stórum sviðum og leika í stórum þáttum og kvikmyndum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ákveðinn, því ég gefst ekki upp.