Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur Vikunnar: Heba fyndnust í skólanum
Mánudagur 19. janúar 2015 kl. 05:00

FS-ingur Vikunnar: Heba fyndnust í skólanum

Selma Rut Ómarsdóttir er FS-ingur vikunnar. Hún segir helsti kostur FS sé langar matarpásur. Hún hræðist hunda og er mikið fyrir Sushi.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á réttri braut í lífinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er frá Fáskrúðsfirði og Grindavík og er 16 ára.

Helsti kostur FS?
Langar matarpásur.

Áhugamál?
Tónlist, vera með vinum, góður matur og tíska.

Hvað hræðistu mest?
Hunda.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Fyrir utan sjálfa mig er það Ingvi Þór Guðmundsson vegna körfuboltahæfileika hans.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Heba ritari og kímnigáfa hennar.

Hvað sástu síðast í bíó?
The Hobbit: The Battle of the Five Armies en ég varð fyrir vonbrigðum.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Nú þegar ég er hætt að drekka pepsi þá vantar engifer kristal plús og einnig væri gaman að fá sushi og hreindýralundir 1-2 í mánuði.

Hver er þinn helsti galli?
Ég er mjög morgunfúl.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, 1010! & Facebook.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Hafa böllin á föstudögum, og færa hann til Grindavíkur eða útbúa hvíldaraðstöðu fyrir rútuferðalanga.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Sofuhurnigure.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mætti vera meira af uppákomum og allir ættu að taka þátt í þemum eins og ljótupeysudeginum.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Langar í heimsreisu og prófa að búa í Kalíforníu.

Hver er best klædd/ur í FS?
Viðar Hammer er með þetta

Eftirlætis:

Kennari:
Rósa dönskukennari

Fag í skólanum:
Félagsfræði allan daginn

Sjónvarpsþættir:
Dexter, Criminal Minds, Pretty little liars og Carrie Diaries.

Kvikmynd:
Green Mile, átakamesta mynd sem ég hef séð.

Hljómsveit/tónlistarmaður:
Sam Smith, Beyoncé, Hozier og Ed Sheeran.

Leikari:
Leonardo DiCaprio, fjúddífjú

Vefsíður:
Hlusta oft á tónlist á Youtube og bara á Facebook.

Flíkin:
Hlýja úlpan mín sem yljar mér í morgunfýlunni

Skyndibiti:
Sushi Train, Osushi, Sushibarinn og Tokyo Sushi.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
A drop in the Ocean – Ron Pope