Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar fann ástina í FS
Sunnudagur 28. apríl 2024 kl. 06:06

FS-ingur vikunnar fann ástina í FS

FS-ingur vikunnar
Nafn: Heba Lind Guðmundsóttir
Aldur: 17
Námsbraut: Félagsvísindabraut
Áhugamál: Fótbolti og ferðalög

Heba Lind Guðmundsóttir er á átjánda ári og kemur frá Garðinum. Heba Lind er á félagsvísindabraut í FS og hefur mikinn áhuga á að fylgjast með Víðir í Garði spila fótbolta og pæla í pólitík. Framtíðarplön Hebu er að klára að mennta sig, finna góða vinnu og eignast fjölskyldu.

Á hvaða braut ertu? Félagsvísindabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hafþór Ernir tekur forystu í Sjálfstæðisflokknum.

Skemmtileg saga úr FS? Sagan hvernig besti vinur minn kynnti mig fyrir kæró er skemmtileg og svolítið löng.

Hver er fyndnastur (fyndnust) í skólanum? Jökull Þór er einn sá fyndasti sem ég hef kynnst.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Horfa á fótbolta (aðallega Víðir), ferðast og svo finnst mér yfirleitt gaman að pæla í pólitík.

Hvað hræðistu mest? Fugla og mýs.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Sumarið er tíminn með Bubba er alltaf gott.

Hver er þinn helsti kostur? Fólk getur treyst mér.

Hver er þinn helsti galli? Ég get verið mjög feimin.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok, Insta og Snap.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar að það er fyndið og næs.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Klára að mennta mig, finna mér góða vinnu, eignast fjölskyldu and rest is history.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Heiðarleg.