FS-ingur vikunnar: „Er einfaldlega of svalur fyrir íþróttir“
Bjarki Brynjólfsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni en hann tekur virkan þátt í félagslífi skólans og er metnaðarfullur námsmaður. Bjarki er 18 ára og stundar nám á náttúrufræðibraut. Hann vinnur einnig með skóla hjá föður sínum við þrif á Verkfræðistofu Suðurnesja en hefur lítinn sem engan tíma til að stunda íþróttir. „Er einfaldlega of svalur fyrir þær,“ sagði Bjarki. Bjarki tók útskriftarferðina einni önn á undan útskriftinni en hún var til Mexíkó og er hann nýkominn heim. Einnig er Bjarki formaður MORFÍs ræðukeppninnar sem er stór hluti af félagslífi menntaskóla á Íslandi.
Uppáhalds-
Kvikmynd: Inception.
Sjónvarpsþættir: How I Met Your Mother.
Hljómsveit: Muse.
Skemmtistaður: Coco-Bongo í Mexíkó.
Vefsíða: www.surfthechannel.com en þar getur maður horft á sjónvarpsþætti frítt.
Staður: London í Englandi.
Drykkur: Pinacolada
Skyndibiti: Of dannaður fyrir skyndibita.
Lið í enska boltanum: Liverpool, því miður.
Fag í skólanum: Stærðfræði.
Kennari: Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari. Hann er mjög ástfanginn af sínu fagi.
Spurningar…
Hvert er framtíðarstarfið?
Vonandi verð ég læknir en það er alla vega stefnan og þá lýtalæknir.
Hvor er betri í fótbolta, Messi eða Ronaldo?
Lionel Messi því hann er ekki svona mikil Hollywood-stjarna eins og Ronaldo.
Hvaða fimm vefsíður skoðar þú mest (fyrir utan facebook)?
Mbl.is, visir.is, pressan.is, surfthechannel.com og fotbolti.net.
Hvert var áramótaheitið í ár?
Ég set mér ekki áramótaheit. Þetta er of mikil hjátrú að mínu mati þó þetta sé bara markmið fólks þá stendur aðeins brot af því við það.
Borðar þú þorramat?
Nei, eiginlega ekki. Alla vega ekki súrsaðan mat. Annars borða ég harðfisk, sviðasultu og þessháttar.
Hvað gerir formaður MORFÍs?
Hann heldur utan um keppnina, tímaramma, dagsetningu fyrir úrslitakeppnina og að allt fari eftir lögum keppninnar. Þetta starf er hrikalega skemmtilegt og ekkert erfitt né tímafrekt. En þegar koma upp deilumál eins og um daginn þegar MH og FVA voru að deila um hvaða dag þeir ættu að keppa, þá drógum við um dagsetningu sem varð óvart aðfangadagur svo við þurftum að fresta keppninni.