FS-ingur vikunnar: Elskar að gefa til baka
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Kristján Fannar Ingólfsson.
Aldur: 18 ára (2005).
Námsbraut: Íþróttabraut.
Áhugamál: Körfubolti.
Kristján Fannar er átján ára körfuboltakappi sem telur sjálfan sig líklegan til að verða frægur út á körfuboltann enda stefnir hann á atvinnumennsku í körfu. Hann byrjaði nám í FG en sá svo að það hentaði honum betur að vera í FS svo hann skipti yfir. Kristján er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna mest líklegast gömlu félaganna sem ég tala minna við núna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég ákvað að skipta úr FG yfir í FS því það hentaði mér betur að vera í FS.
Hver er helsti kosturinn við FS? Allir vinirnir.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er geðveikt, thank you Leó.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég ætla segja ég sjálfur og út af körfuboltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Þeir eru nokkrir ekkert eðlilega fyndnir, get ekki valið.
Hvað hræðist þú mest? Meiðsli í körfunni eða lofthræðsla.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Jarðskjálftar, eldgos og Fortnite er svolítið heitt núna og það sem er kalt eru þröngar gallabuxur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Blekkjandi með Sæsa og Elías Bjarka.
Hver er þinn helsti kostur? Svo vinalegur.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Líklegast Snapchat eða TikTok.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Atvinnumennska.
Hver er þinn stærsti draumur? Atvinnumaður í körfubolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Gjafmildur því ég elska að gefa til baka.