FS-ingur vikunnar: Einn stór athyglisbrestur
Amalía Rún Jónsdóttir er átján ára og er frá Keflavík. Hennar helstu áhugamál eru förðun, dans og leiklist. Amalía er skemmtileg og fyndin og framtíðarplönin hennar eru að njóta lífsins og hafa gaman.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið og svo er skólinn stutt frá heimilinu mínu.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Svava Ósk verður rappari eftir nokkur ár.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Þegar að Hrannar kveikti næstum því í samlokugrillinu niðri í matsal.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Svava Ósk.
Hver eru áhugamálin þín?
Förðun, hár, dans og svo hef ég mjög gaman að leiklist.
Hvað hræðistu mest?
Að deyja, ég hef alltaf óttast dauðann og er líka smá hrædd við Svövu á djamminu.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Maybach music 2.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er mjög skemmtileg og fyndin.
Hver er þinn helsti galli?
Ég er smá væluskjóða.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat og TikTok væntanlega ... halló.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er fyndið.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Hafa gaman og njóta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?
Ég er einn stór athyglisbrestur.