FS-ingur vikunnar: Ég get ekki hætt að versla föt
Lovísa Ýr Andradóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.
Á hvaða braut ertu? Listnámsbraut
Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Keflavík og er 97 mdl
Helsti kostur FS? Félagslífið og próflausu áfangarnir
Áhugamál? Leiklist, dans og tónlist
Hvað hræðistu mest? Skordýr t.d. Köngulær og firðildi
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sigurður Smári, hann er svo góður leikari
Hver er fyndnastur í skólanum? Þorvaldur íslenskukennari, það kemur alltaf einhvað fyndið uppúr honum.
Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá Avengers
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það vantar betri og meira úrval af mat
Hver er þinn helsti galli? Ég get ekki hætt að versla föt
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facbook, Snapchat og Instagram
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa frí allan daginn eftir böll
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég nota „ja okei“ rosalega oft þegar ég er að tala við einhvern
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það bara frekar gott
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég er ekki alveg búin að ákveða mig
Hver er best klædd/ur í FS? Ég er ekki viss, það eru svo margir sem klæða sig vel
Eftirlætis:
Kennari: Íris Jónsdóttir
Fag í skólanum: Myndlist er í uppáhaldi hjá mér
Sjónvarpsþættir: Empire og vampire diaries
Kvikmynd: Éd hef alltaf elskað myndina Prinsessan og froskurinn
Hljómsveit/tónlistarmaður: Rihanna og Beyonce
Leikari: Ég er ekki með einhvern sérstakan sem er í uppáhaldi
Vefsíður: Snapchat og Facebook
Flíkin: Ég er með fíkn fyrir að versla
Skyndibiti: Hamborgari
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Byrjunarlagið í Lion King