FS-ingur vikunnar: Dreymir um að starfa í kvikmyndaheiminum
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Silja Kolbrún Skúladóttir
Aldur: 16
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Dans
Silja Kolbrún Skúladóttir hræðist svín og dreymir um að ferðast og starfa við kvikmyndir. Silja er FS-ingur vikunnar.
Hvað ert þú gömul? 16.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Krakkarnir, kennararnir og félagslífið.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Af því að ég hafði lítinn áhuga á skóla og vildi klára stúdentinn strax.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið og góður matur.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það geggjað, fjölbreytt og flott fólk sem stendur á bak við það.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Maria Rán kemst langt í slagverksbransanum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Margrét Norðfjörð er rosalega fyndin.
Hvað hræðist þú mest? Svín.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt er vaselín og Adidas Superstar skórnir kalt er framboðin.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? 1,2 step með Missy Elliott.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Twitter og Spotify.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar að gera eitthvað í kvikmyndaheiminum.
Hver er þinn stærsti draumur? Að ferðast um heiminn og starfa við kvikmyndir.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það og af hverju? Ég er dugleg.