FS-ingur: Viðskiptafræðingur og módel
Garðmærin Þóra Lind Halldórsdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Þóra er á sautjánda ári og stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut í FS. Ef Þóra væri skólameistari myndi hún hafa meira líf og fjör í skólanum. Hún telur að Sólborg Guðbrandsdóttir sé líklegust FS-inga til að verða fræg.
Af hverju valdir þú FS?
Ég valdi FS því mér leist vel á hann og það var líka þægilegast að fara í hann.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Félagslífið er mjög fínt.
Áhugamál?
Tónlist, tíska, líkamsrækt og að ferðast.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Stefni á að læra viðskiptafræði og vonandi vinna sem módel í aukastarfi, og mig langar líka að prófa að búa í útlöndum.
Hvað finnst þér um Hnísuna?
Hef ekki séð nýju Hnísuna en gamla Hnísan klikkaði ekki!
Ertu að vinna með skóla?
Ekki í augnablikinu.
Hver er best klæddur í FS?
Held að það séu allir sammála um að það sé Viktor Smári.
Hvað er skemmtilegast við skólann?
Að hafa Hebu okkar í skólanum.
Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum?
Ég er oftast niðri í matsal.
Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum?
Ég er að æfa í Sporthúsinu.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Fæ mér alltaf hafragraut með kanil og bláberjum.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?
Það er Sólborg, klárt mál.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Vignir Páll fær þann titil, maður getur farið að hlægja bara við að horfa á hann.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Meiri fjölbreytni.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Sylvía Rut og Guðni Már.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég mundi hafa meira líf og fjör í skólanum.
Eftirlætis:
Sjónvarpsþættir: Friends, Dexter, 90210.
Vefsíður: Facebook.
Flík: Timberland skórnir mínir.
Skyndibiti: Pizza og franskar með bernaise sósu.
Kennari: Hlynur og Rósa.
Fag: Stærðfræði og rekstrarhagfræði.
Tónlistin: Valdimar, Coldplay, Beyonce, Jay Z og Kanye West. Íslensk tónlist kemur líka sterk inn.
Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?: Bítlarnir og Queen.