Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Skammast mín ekki fyrir neitt!
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 09:49

FS-ingur: Skammast mín ekki fyrir neitt!

Kristrún Vala Hallgrímsdóttir er tvítug Keflavíkurmær sem stundar nám á félagsfræðibraut í FS. FS-ingur vikunnar að þessu sinni elskar föt og er mikill aðdáandi skyndibita. Í framtíðinni vill Kristrún mennta sig, njóta lífsins og búa erlendis.

Hvað er skemmtilegast við skólann?
Það tekur mig fjórar mínútur að rölta þangað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Í sambandi.

Hvað hræðistu mest?
Að einhver náinn mér deyi.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Bara það sem mig langar í þann morguninn, mjög mismunandi.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?
Þeir sem vilja bara... hver tekur að sér að gera twerking video?

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég.

Hvað sástu síðast í bíó?
Prisoners, hún er mögnuð!

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Kók!

Hver er þinn helsti galli?
Ég fresta öllu þangað til á síðustu stundu.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Dettur ekkert par í hug, sorry kids.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ýmislegu.

Af hverju valdir þú FS?
Ég nenni ekki að keyra á milli Keflavíkur og Reykjavíkur á hverjum virkum degi.

Áttu þér viðurnefni?
Já, eitthvað sem bara vinir mínir nota. Ekkert sem ég fer með svona í fjölmiðla. Ég held mig bara við Kristrún.


Hvaða frasa notar þú oftast?
Ég hef ekki verið að nota frasa hingað til.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það hefur alltaf verið til fyrirmyndar. Ég er kannski orðin of gömul til að taka þátt í því.

Áhugamál?
Ferðalög, tíska, tónlist, kvikmyndir and so on.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Eina sem ég veit er að ég vil mennta mig, njóta lífsins og búa erlendis.

Hvað finnst þér um Hnísuna?
Er enn að bíða eftir að þessi nýjasta verði sýnd! Hvað varð um hana?

Ertu að vinna með skóla?
Eins og er, já.

Hver er best klædd/ur í FS?
Pass.

Eftirlætis:
Sjónvarpsþættir: Fyndnir þættir á borð við Modern Family, It's Always Sunny in Philadelphia og Friends og síðan er ég sokkin aftur í Breaking Bad.

Kvikmynd: Ég elska allar Harry Potter myndirnar, get alltaf horft á þær.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Æ svo mikið! Undanfarið hef ég verið að hlusta á Muse, Bastille, Fleet Foxes, The Black Keys, Lykke Li, Florence and the Machine, Band of Horses, ég gæti haldið endalaust áfram.

Leikari: Johnny Depp, Charlie Day, Morgan Freeman og margir aðrir.

Vefsíður: Facebook er klassískt, tískublogg og síður sem fá mig til þess að hlæja.

Flíkin: Úff, ég elska allar kósýpeysurnar mínar mikið, úlpan mín er algjör life saver og Toms skórnir eru svo þægilegir. Erfitt val, ég elska föt.

Skyndibiti: Ég er mikill áhugamaður skyndibitans, hamborgarinn á Olsen er besti borgarinn í bænum og brauðstangirnar á Langbest eru sjúklega góðar. En í augnablikinu er Taco Bell í miklu uppáhaldi.

Kennari: Anna Taylor.

Fag í skólanum: Íslenskan er lúmskt heillandi, er því miður búin með hana.

Tónlistin sem þú mest hlustar á? Ég hlusta nánast á allar gerðir tónlistar.

Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Skammast mín ekki fyrir neitt!