Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Nota orðið „haaaa“ óþolandi mikið
Mánudagur 28. september 2015 kl. 06:00

FS-ingur: Nota orðið „haaaa“ óþolandi mikið

 

Ólöf Birna Jónsdóttir 19 ára Keflvíkingur og nemandi á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún stefnir á að verða snyrtifræðingur í framtíðinni enda er allt sem tengist snyrtibransanum hennar helsta áhugamál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur? Ég er 19 ára úr Keflavík.

Helsti kostur FS? Ég bý mjög nálægt skólanum.

Áhugamál? Allt sem tengist snyrtibransanum.

Hvað hræðistu mest? Tívolí!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Anita Lóa verður frægur samkvæmisdansari einn daginn.

Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur.

Hvað sástu síðast í bíó? We are your friends.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mmmm... eitthvað sætt eins og bakarísmat.

Hver er þinn helsti galli? Ég er oftast með óþolandi mikla fullkomnunaráráttu.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Ég nota yfirleitt Snapchat, Facebook og Instagram mest.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Loosen up a little.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég nota orðið „haaaa“ óþolandi mikið.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er allt á uppleið.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ná sem lengst sem förðunar/snyrtifræðingur.

Hver er best klædd/ur í FS? Azra Crnac.