Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Myndi sleppa lokaprófum
Laugardagur 5. desember 2015 kl. 06:00

FS-ingur: Myndi sleppa lokaprófum

Andrea Una Ferreira er 18 ára nemandi í FS og stundar nám á félagsfræðibraut. Hún hefur áhuga á söng og förðun og segir að það vanti óhollan mat í mötuneytið. Hún sá The Martian síðast í bíó og segir að Aron Breki sé líklegastur til þess að verða frægur.

Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Keflavík og ég er 18 ára .

Helsti kostur FS? Að hann sé í Reykjanesbæ.

Áhugamál? Söngur og förðun.

Hvað hræðistu mest? Geitunga, trúða og að það sé ekkert líf eftir dauða.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Aron Breki fyrir mjúku söngröddina sína.

Hver er fyndnastur í skólanum? Get hlegið endalaust að töktunum í Hörpu og bullinu í Ellen.

Hvað sástu síðast í bíó? The Martian, klikkað góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Óhollan mat.

Hver er þinn helsti galli? Leti ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Instagram, Snapchat og Twitter.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Sleppa lokaprófum og meta frekar getu nemenda eftir verkefnum og velgengni yfir önnina eins og margir skólar eru með.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Haaa?“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er allt í lagi, gæti alveg verið betra að mínu mati, finnst vanta meiri þátttöku nemenda til að gera viðburðina skemmtilegri eins og þetta var áður fyrr.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera, stefni allavega að háskólagráðu.

Hver er best klædd/ur í FS? Strákar: Knútur Eyfjörð, Eyjólfur Ben og Hjörtur Már.

Stelpur: Íris Ósk, Aníta Rut og Sara Lind.

Eftirlætis:

Kennari: Hörður, bókfærsla.

Fag í skólanum: Mér finnst félagsfræði lang skemmtilegust.

Sjónvarpsþættir: Get ekki hætt að horfa á svona heimildarþætti um eitthvað psycho lið t.d. 48 Hours, svo er Malcolm in the Middle líka í uppáhaldi.

Kvikmynd: Django Unchained, Kill Bill, Star Wars, Interstellar og Fight Club. Ómögulegt að velja bara eina.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye West, Adele, Rihanna, Beyoncé, Alanis Morisette og Justin Bieber.

Leikari: Shailene Woodley, Matthew McConaughey, Leonardo DiCaprio og Miles Teller.

Vefsíður: Youtube, Facebook og Reddit.

Flíkin: Dr. Martens skórnir mínir.

Skyndibiti: Pítuborgari á Villa og Nutellagott á Dominos.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Taylor Swift, Whitney Houston og Butterfly (Come my lady) eftir Crazy Town, þökk sé móður minni.