FS-ingur: Myndi hafa fleiri veikindadaga
Íris Ósk Hallgrímsdóttir er FS-ingur vikunnar. Hún er 18 ára Grindvíkingur á Listnámsbraut. Hún segir helsta kost skólans að hurðin opnast sjálfkrafa og að félagslífið sé á uppleið.
Á hvaða braut ertu? Listnámsbraut.
Hvaðan ertu og aldur? Grindvíkingur og ég er 18 ára.
Helsti kostur FS? Að hurðin á 2. hæð opnist að sjálfu sér.
Áhugamál? Förðun, ferðast, tíska og fatahönnun.
Hvað hræðistu mest? Tásur, sleep paralysis, óraunveruleikann og hvernig heimurinn er að verða.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Dettur enginn í hug, mikið af hæfileikaríku fólki í FS þrátt fyrir það.
Hver er fyndnastur í skólanum? Get hlegið mikið af Arnóri Grétars.
Hvað sástu síðast í bíó? Daddy’s home, hló mikið.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kók í dós og tyggjó.
Hver er þinn helsti galli? Er ágætlega eigingjörn og morgunfúl.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Twitter, Instagram og Snapchat.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa fleiri veikindadaga.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „haa“ óþolandi dæmi og „erhaggi“.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott, allt á uppleið.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Flytja út og læra fatahönnun og markaðssetningu.
Hver er best klædd/ur í FS? Azra Crnac, Kristinn og Marinó.
Eftirlætis:
Kennari: Katrín og Bogi.
Fag í skólanum: Textíll og félagsfræði.
Sjónvarpsþættir: One Tree Hill, Dexter, 90210 og Friends.
Kvikmynd: Frozen, Burlesque, Harry Potter og Lord of The Rings. Ég elska grenjumyndir líka.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Ég hlusta á allt á milli Bítlanna og Drake. Get ekki valið.
Leikari: Jennifer Lawrence og Matthew McConaughey.
Vefsíður: Youtube.
Flíkin: Svört turtleneck peysa og adidas buxurnar mínar.
Skyndibiti: Fridays, Dominos og Búllan.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Taylor Swift.