FS-ingur: Hræðist sumar og sól
Vigdís Rún Reynisdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 18 ára gömul og kemur frá Raufarhöfn, en býr í Garðinum. Hún hræðist fátt meira en sumar og sól. Vigdís ætlar sér að verða kokkur í framtíðinni.
Á hvaða braut ertu?
Félagsfræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er frá Raufarhöfn og er 18 ára.
Helsti kostur FS?
Hvað bókasafnið er opið lengi þegar lokaprófin eru.
Hjúskaparstaða?
Á lausu.
Hvað hræðistu mest?
Sumar og sól.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Díana Dröfn út af dansinum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Aldís.
Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Annabell, hún sökkaði.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Dr Pepper.
Hver er þinn helsti galli?
Frek.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Þekki ekkert par þar sem eru bæði í skólanum.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Easy, sleppa lokaprófum.
Áttu þér viðurnefni?
Vigga.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ziddlettu.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Heyrðu félagslífið er búið að bætast töluvert en get ekki sagt að ég taki mikinn þátt í því.
Áhugamál?
Elda.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Kokkur.
Ertu að vinna með skóla?
Yes, Samkaup Strax í Garðinum.
Hver er best klædd/ur í FS?
María Bustos.