FS-ingur: Hræðist sjóinn mest af öllu
- Arnór Elí Guðjónsson er FS-ingur vikunnar
Arnór Elí Guðjónsson er FS-ingur vikunnar. Hann er 18 ára gamall Keflvíkingur og stundar nám á náttúrufræðibraut. Honum finnst erfitt að vakna á morgnana og mamma hans á það til að segja að hann sé gufa.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á Náttúrufræðibraut núna en var samt eina önn í grunnnámi málm- og véltæknigreina.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík og er 18 ára gamall.
Helsti kostur FS?
Félagslífið og margir kennarar eru mjög fínir.
Áhugamál?
Klæðnaður, tónlist, bílar og fjölmargar íþróttagreinar, helst jaðaríþróttir.
Hvað hræðistu mest?
Sjóinn... ekkert hræðilegra
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Samúel Þór Traustason, gerir góða hluti í fótboltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Arnór Grétarsson og Steinn Alexander (Steini Flame$$).
Hvað sástu síðast í bíó?
Deadpool, varð ekki fyrir vonbrigðum.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ef þetta væri ekki heilsueflandi framhaldsskóli þá myndi ég biðja um eitthvað fleira en annars er það bara tyggjó.
Hver er þinn helsti galli?
Alls ekki morgun manneskja, mamma á það til að segja að ég sé gufa, ég veit ekki hvað hún meinar með því..
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, facebook (messenger) og twitter.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ef ég mætti breyta einhverju þá myndi ég láta skólann byrja aðeins seinna, þótt það væru ekki nema 10 mínútur, kannski skella þægilegri stólum og bekkjum í matsalinn.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Blellaður gjemle, Einar Sveinn Einarsson á heiðurinn af því að festa þetta inn í hausinn á mér.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mjög gott og virkt félagslíf.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Langar að vinna við eitthvað tengt flugvélum, annaðhvort flugvirki, flugumferðarstjóri en helst flugmaður.
Hver er best klædd/ur í FS?
Erfitt að segja, margir klæða sig mjög flott en Hjörtur Már og Azra eru allavega tvö af þeim.
Eftirlætis:
Kennari:
Símon, Axel og Bogi.
Fag í skólanum:
Af því sem ég hef farið í er það hlífðargassuða og félagsfræðin hjá Boga.
Sjónvarpsþættir:
Prison Break, White Collar og Blue Mountain State. Get ekki gert upp á milli.
Kvikmynd:
Django Unchained og Pulp Fiction.
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Þeir eru margir en ég held að Kanye West sé efstur á lista.
Leikari:
Will Smith og Christian Bale.
Vefsíður:
Skoða mest fata/skósíður eins og Flight Club.
Flíkin:
2 nýkeyptir jakkar, Cheap Monday og Levis.
Skyndibiti:
Á Islandi er það Olsen-Olsen annars Five Guys.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
'Cooler than me' með Mike Posner.