Mannlíf

FS-ingur: Hræðist mest þúsundfætlur
Laugardagur 28. mars 2015 kl. 07:00

FS-ingur: Hræðist mest þúsundfætlur

Andri Már Ingvarsson á mjög erfitt með að vakna á morgnana en vill komast í atvinnumennsku í fótbolta og verða íþróttarsálfræðingur. 

Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvaðan ertu og aldur? Fæddur og uppalinn í Keflavík og er að verða 17 ára.

Helsti kostur FS? Afreksíþróttarbrautin.

Áhugamál? Fótbolti.

Hvað hræðistu mest? Þúsundfætlur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Samúel Þór verður frægur fótboltamaður.

Hver er fyndnastur í skólanum? Markús Már.

Hvað sástu síðast í bíó? The Hobbit: The battle of the five Armies.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það mætti hafa betri drykki.

Hver er þinn helsti galli? Ég á mjög erfitt með það að vakna á morgnana.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facebook, Twitter og Snapchat.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Er bara mjög sáttur með eins og er

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Góóurrr.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög fínt bara.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Að komast í atvinnumennsku í fótbolta og verða íþróttarsálfræðingur. 

Hver er best klædd/ur í FS? Hann Arnór Elí Guðjónsson.

Eftirlætis:

Kennari: Richard enskukennari.

Fag í skólanum: Allar íþróttagreinarnar.

Sjónvarpsþættir: Sons of Anarchy og The Walking Dead.

Kvikmynd: Harry Potter myndirnar.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Eminem og The Script.

Leikari: Johnny Depp.

Vefsíður: Facebook og Fótbolti.net.

Flíkin: Engin sérstök.

Skyndibiti: Olsen.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Tónlistina hennar Katy Perry.