Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

FS-ingur: Grindvíkingur með frestunaráráttu og sjóhrædd
Föstudagur 16. október 2015 kl. 10:37

FS-ingur: Grindvíkingur með frestunaráráttu og sjóhrædd

Silja Rós Viðarsdóttir er (bráðum) 16 ára Grindvíkingur á fjölgreinabraut. Hún segist lifa mikið í núinu og notar mikið frasann „það reddast“. Silja Rós er FS- ingur vikunnar hjá VF.

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut en er samt á hraðlínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Grindavík, verð 16 ára í desember.

Helsti kostur FS? Skemmtilegir krakkar og æðislegt starfsfólk.

Áhugamál? Elska allt tengt snyrtivörum og tísku og þannig hlutum en fótbolti er samt helsta áhugamálið mitt.

Hvað hræðistu mest? Ég er fáránlega sjóhrædd og er líka mjöög hrædd við kóngulær.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Óli Bergur verður án efa forseti einn daginn.

Hver er fyndnastur í skólanum? Það eru svo alltof fyndnir krakkar í skólanum en ætli Haukur kennari sé ekki bara fyndnastur.

Hvað sástu síðast í bíó? Knock knock.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ekki viss, væri alveg til í meiri bakarísmat.

Hver er þinn helsti galli? Er með mjög mikla frestunaráráttu og bíð alltaf með allt fram á síðustu stundu.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ef ég væri skólameistari FS þá myndi ég gera mitt allra besta til þess að veita gjaldfrjálsa sálfræðisþjónustu til þeirra nemenda sem þess þurfa.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Þetta reddast.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Elska það, svo vel haldið utan um það og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég lifi mjög mikið í núinu svo ég er bara ekki komin það langt.

Hver er best klædd/ur í FS? Úfff svo alltof margir en ætli það sé ekki Smári Stef.

Eftirlætis:
Kennari:
Atli og Guðlaug
Fag í skólanum: Umsjón
Sjónvarpsþættir: Gossip girl, Greys anatomy og Friends
Kvikmynd: Prisoners
Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weeknd
Leikari: Leonardo Dicaprio
Vefsíður: Twitter, Instagram og Tumblr
Flíkin: Ég elska öll fötin mín jafn mikið
Skyndibiti: KFC allan daginn
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Gömlu lögin með Friðriki Dór eru lúmskt góð