Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Bráðvantar pizzu á morgnana
Laugardagur 24. október 2015 kl. 07:05

FS-ingur: Bráðvantar pizzu á morgnana

Guðrún Anna er FS-ingur vikunnar. Hún er 17 ára Keflavíkurmær á félagsfræðibraut. Böllin er helsti kostur FS og hún hræðist Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa.

Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur? Ég er frá Keflavík og er 17 ára.

Helsti kostur FS? Böllin og að sjálfsögðu félagsskapurinn.

Áhugamál? Finnst mjög gaman að borða.

Hvað hræðistu mest? Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Steina Flame$$$ vegna þess að hæfileikarnir leika við drenginn.

Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur.

Hvað sástu síðast í bíó? Everest.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vil fá pizzu á morgnana, það væri fínt.

Hver er þinn helsti galli? Alltaf svöng.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, facebook og twitter myndi ég helst skjóta á.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa frjálsa mætingu.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Segi frekar oft „ááándjooks“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Frábært.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Vá, er ekki viss, ætli það sé ekki að klára allavega FS og ferðast eitthvað eftir það.

Hver er best klædd/ur í FS? Pæli voða lítið í því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eftirlætis:

Kennari: Klárlega Bogi félagsfræðikennari.

Fag í skólanum: Félagsfræði.

Sjónvarpsþættir: Law and Order, Friends og Greys Anatomy.

Kvikmynd: Home og Forrest Gump.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyonce.

Leikari: Hilary Swank er alltaf rosa flott.

Vefsíður: Netflix og Facebook.

Flíkin: Úlpan mín.

Skyndibiti: Hamborgarabúllan.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Gamla tónlist sem ég hlustaði á árið 2005.