Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur: Að vera grafinn lifandi væri það hræðilegasta
Þriðjudagur 17. nóvember 2015 kl. 13:55

FS-ingur: Að vera grafinn lifandi væri það hræðilegasta

FS-ingur vikunnar er Elmar Þór Þórisson en hann er 17 ára Keflvíkingur á íþróttafræðibraut. Honum finnst vanta pizzuofn í mötuneytið og á alveg rosalega erfitt með að vakna á morgnana.

Á hvaða braut ertu? Ég er á íþróttafræði braut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur? Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík og er 17 ára gamall.

Helsti kostur FS? Held ég segi mötuneytið.

Áhugamál? Félagslífið og bardagaíþróttir.

Hvað hræðistu mest? Að vera grafinn lifandi væri það hræðilegasta.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Mér finnst líklegast að Samúel Þór verður frægur fótboltamaður.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég ætla að gefa Steina Flame$$$ þann titil.

Hvað sástu síðast í bíó? Scouts Guide To the Zombie Apocalypse.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Einhvern geðveikann pizza ofn.

Hver er þinn helsti galli? Á allveg fáranlega erfitt með að vakna á morgnana.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Fleiri böll væri ábyggilega það helsta.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég er bara ekki viss haha.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það bara mjög fínt, soldið skipt niður í matsalnum samt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Stofna eða eiga mitt eigið fyrirtæki.

Hver er best klædd/ur í FS? Ég myndi segja Arnór Breki Atlason
 

Eftirlætis:

Kennari: Kolla allan daginn.

Fag í skólanum: Held ég verð að segja Íþróttir.

Sjónvarpsþættir: Friends eru alltaf í miklu uppáhaldi.

Kvikmynd: Allar Lord of the rings myndirnar.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Er mest að vinna með Travis Scott, Justin Bieber, Drake og Post Malone á stundinni.

Leikari: Leonardo Dicaprio.

Vefsíður: Víkurfréttir eða Vísir.

Flíkin: 66 úlpann er það þæginlegasta.

Skyndibiti: Hlöllabátar.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Dettur ekkert sérstakt í hug en hef átt nokkur svoleiðs lög áður ha...ha...