Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

FS-ingar sigra í stuttmyndasamkeppni
Mánudagur 7. maí 2007 kl. 13:11

FS-ingar sigra í stuttmyndasamkeppni

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlaut 1. sætið fyrir stuttmyndina FS-JACKASS í stuttmyndakeppni starfsbrauta sem haldin var föstudaginn 27 apríl sl. Stemmningin var frábær og allir voru í skýjunum af gleði yfir sigrinum.
Myndin fékk góðar móttökur gesta Háskólabíós þar sem keppnin fór fram en hún var haldin af Fjölbrautarskóla Garðabæjar í samvinnu við List án landamæra. Alls tóku sjö skólar þátt í keppninni. Í öðru sæti lenti Borgarholtsskóli með myndina Asnanas og í því þriðja Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra með myndina Gilitrutt.


Nemendur af starfsbrautinni sáu alfarið sjálfir um handrit og upptökur myndarinnar en Sigurður Friðrik Gunnarsson, nemandi af félagsfræðibraut FS, aðstoði við klippingu og hljóð myndarinnar.
Dómnefndina skipuðu Hugleikur Dagsson, leikskáld og teiknimyndahöfundur, Guðmundur Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og Alma Guðmundsdóttir, söngkona.
Í verðlaun voru bæði eignar- og farandsbikar en auk þess fær nú Fjölbrautarskóli Suðurnesja þann heiður að halda keppnina að ári liðnu.


Að sýningu og verðlaunaafhendingu lokinni var haldið til kvöldverðar á sal FG og þegar allir voru orðnir saddir og sælir eftir glæsilegar veitingar var slegið upp  diskóteki og dönsuðu nemendur og kennarar langt fram eftir kvöldi.
Þetta var í alla staði mjög vel heppnuð ferð og vel að öllu staðið hjá FG.

 

Mynd/www.fss.is - Guðmann Kristþórsson: Verðlaunahafarnir heiðraðir af skólastjórnendum

 


Smellið hér til að sjá verðlaunamyndina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024