Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingar setja á laggirnar útvarpsstöð
Mánudagur 15. apríl 2013 kl. 07:00

FS-ingar setja á laggirnar útvarpsstöð

Á tíðni 8.91

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur sett í loftið útvarpsstöð á tíðninni 8.91. Stöðin verður aðeins starfrækt árshátíðarvikuna frá 15. apríl til 19. apríl. Fjölbreyttir og skemmtilegir þættir verða í boði fyrir hlustendur og núna í morgunsárið má heyra þáttinn „Við Haraldur“ en hann verður á dagskrá milli klukkan 07:00-09:00 en þeir Guðni Friðrik Oddsson og Haraldur Jónsson eru umsjónarmenn þáttarinns. Þar verður fjallað um allt á milli himins og jarðar á léttum nótum og góðir tónar munu fylgja þér inn í daginn, ef marka má síðu útvarpsstöðvarinnar á facebook.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024