FS-ingar komust í sjónvarpið
FS-ingar tryggðu sér farseðil í sjónvarpssal með því að leggja lið Framhaldsskólans á Laugum í kvöld í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu Betur. Í liði FS eru Brynjar Steinn Haraldsson, Alexander Hauksson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Grétar Sigurðarson er þjálfari og Þorbergur Jónsson liðsstjóri. Keppni í sjónvarpi hefst 5. febrúar. 29 skólar sendu inn tilkynningu um þátttöku að þessu sinni en átta lið fara áfram í lokakeppnina.
Við erum komin áfram 😊😊😊😊
— NFS (@NemendafelagFS) January 18, 2016