Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingar í stjörnufans
Miðvikudagur 30. nóvember 2005 kl. 12:57

FS-ingar í stjörnufans

Nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í áfanganum TÁR 196 heimsóttu Íslensku óperuna á dögunum og fylgdust með sýningu á sögnleiknum Kabarett.

Þemaverkefni var í gangi í áfanganum en það gekk út á tímabilið 1920-1930 þar sem áhersla var lögð á hár, förðun og fatnað frá þessu tímabili en Kabaretta gerist einmitt í lok þessa tímabils.

Felix Bergsson og Kabarett hópurinn tók vel á móti nemendum og fengu þeir að fylgjast með leikurum koma í hús, fara í hlutverkið sitt, búninga, förðun ásamt því að fara í skoðunarferð um óperuhúsið. Lokahnykkurinn var svo að fylgjast með sýningunni sjálfri og hitta leikarana að sýningu lokinni.

Fleiri myndir er hægt að skoða frá ferðinni á www.fss.is en á meðfylgjandi mynd er aðalleikkona Kabaretts, Þórunn Lárusdóttir, ásamt nemendum Fjölbrautaskólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024