Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingar framhaldsskólameistarar í paintball
Þriðjudagur 1. nóvember 2011 kl. 15:42

FS-ingar framhaldsskólameistarar í paintball


Síðastliðinn sunnudag keppti lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í framhaldskólamóti í paintball. Mótið var haldið í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og fjölmargir skólar frá öllum landshornum tóku þátt.

Sigurliðið stóð saman af Kristjáni Helga Olsen Ævarssyni, fyrirliða, Inga Þór Hallgrímssyni, Stefáni Bergmanni Böðvarssyni, Elvari Inga Ragnarssyni, Daníel Frey Elíassyni, Daða Má Jónssyni og Ellerti Birni Ómarssyni. Þeir höfðu unnið undankeppni FS og komist áfram í aðalkeppnina. Þar sigrðuðu þeir riðlakeppnina og enduðu með fullt hús stiga í sínum riðli og komust þar með upp í úrslitariðil þar sem sex lið kepptu. Strákarnir unnu þann riðil með 11 stig af 15 mögulegum og unnu þar með mótið.

Í verðlaun voru 350.000 krónur, mánðarbirgiðir af kóki en auk þess fengu dreningirnir verðlaunapeninga og farandbikar.

Þetta er í annað sinn sem FS sigrar framhaldsskólamótið í paintball en síðast sigruðu þeir árið 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024