FS-ingar fá listamann í heimsókn
Nemendur í sjónlistaráföngum (sjl-103 og 203) á listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja fengu heimsókn um daginn. Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hélt fyrirlestur um listina og lífið, einnig málaði listamaðurinn málverk af einum nemenda á meðan fyrirlestrinum stóð. Kunnu nemendur vel að meta heimsóknina að því er fram kemur á vef skólans.
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja