FS-ingar ætla sér í sjónvarpið
FS mætir Borgó í Gettu Betur á morgun
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Gettu betur er komið í 16 liða úrslit spurningakeppninnar vinsælu í ár. Á morgun etur liðið kappi við lið Borgarholtsskóla á morgun, laugardag, en sigurvegarar komast áfram í keppnina sem fram fer í sjónvarpssal. Keppni morgundagsins fer hins vegar fram á Rás 2 og hefst klukkan 21:00 í útvarpinu.
FS-ingar stefna að sjálfsögðu á að komast í sjónvarpið í 8 liða úrslit og hafa æft stíft undanfarið. Liðið bar síðast sigurorð af Menntaskólanum á Egilsstöðum.