Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

FS-ingar á Íslandsmóti iðngreina
Frá Íslandsmóti iðngreina.
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 09:17

FS-ingar á Íslandsmóti iðngreina

Níu nemendur kepptu fyrir jönd skólans.

Níu nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í Íslandsmóti iðngreina, sem haldið var nýverið í Kórnum í Kópavogi. Þeir stóðu sig með prýði þótt þeir hafi ekki náð verðlaunasæti í þetta sinn.

Fjórir nemendur kepptu í hárgreiðslu, þær Bára Sif Magnúsdóttir, Kamila Bober, Sandra Júlíana Karlsdóttir og Tinna Björg Ísaksdóttir. Tveir keppendur kepptu í rafvirkjun, þeir Heiðar Hönnuson og Guðni Ágúst Bjarnason og keppendur í trésmíði voru einnig tveir, Ellert Björn Ómarsson og Pétur Ásgeirsson.  Einn keppandi tók þátt í forritun en það var Halldór Jens Vilhjálmsson.

Public deli
Public deli