Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS í undanúrslit annað árið í röð
Lið FS: Sólborg, Azra, Arnar liðsstjóri, Anna Lóa og Ingibjörg.
Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 09:32

FS í undanúrslit annað árið í röð

FS mætir Verzló í undanúrslitum Morfís

FS-ingar munu kljást við Verzló í undanúrslitum Morfís eftir að FS bar sigurorð af FSU í átta liða úrslitum. Er þetta í fyrsta skipti í sögu skólans að liðið kemst í undanúrslit tvö ár í röð. Morfís er mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi.

Sólborg Guðbrandsdóttir hjá FS var valin ræðumaður kvöldsins aðra keppnina í röð. Gerð hefur verið fróðleg og skemmtileg heimasíða fyrir liðið sem sjá má hér, en þar má nálgast allar upplýsingar um keppnir og liðsmenn. MR og MH mætast í hinni viðureigninni í undanúrslitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024