FS fékk veglega gjöf
Við útskrift Fjölbrautarskóla Suðurnesja á vorönn 2006 færði Vélstjórafélag Suðurnesja og Vélstjórafélag Íslands skólanum gjöf í minningu hjónanna Jóns Rúnars Árnasonar og Vilborgar Jónsdóttur sem létust af slysförum 30. nóvember 2000. Gjöfin er kennsluforritið Festo fyrir vökva- og loftstýrikerfi og kemur að góðum notum við kennslu á vélstjórnarbraut skólans.
Jón Rúnar fæddist í Neskaupstað 19. mars 1951 og ólst þar upp. Eftir grunnskóla lærði hann vélvirkun í Dráttarbrautinni í Neskaupstað og lauk svo vélstjórnanámi frá Vélskóla Íslands 1975. Jón Rúnar var um árabil vélstjóri á fiskiskipum og lengst af yfirvélstjóri á Hauki GK frá Sandgerði. Síðustu árin starfaði hann sem vélstjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Jón Rúnar tók vikan þátt í margvíslegum félagsstörfum og var um margra ára skeið formaður Vélstjórafélags Suðurnesja og við samruna félagsins við Vélstjórafélag Íslands, stjórnarmaður þar. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Austfirðingafélagsins á Suðurnesjum og tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Vilborg Jónsdóttir fæddist í Keflavík 28. ágúst 1955. nóvember og ólst þar upp. Hún starfaði um árabil í eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli en síðustu árin vann hún á leikskólum í Reykjanesbæ.
Mynd 1: Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, afhendir Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólameistara og Ívari Valbergssyni sviðsstjóra tæknisviðs FS gjöfina.
Mynd 2: Ívar Valbergsson, sviðsstjóri tæknisviðs, útskýrir notkunarmöguleika forritsins.
Jón Rúnar fæddist í Neskaupstað 19. mars 1951 og ólst þar upp. Eftir grunnskóla lærði hann vélvirkun í Dráttarbrautinni í Neskaupstað og lauk svo vélstjórnanámi frá Vélskóla Íslands 1975. Jón Rúnar var um árabil vélstjóri á fiskiskipum og lengst af yfirvélstjóri á Hauki GK frá Sandgerði. Síðustu árin starfaði hann sem vélstjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Jón Rúnar tók vikan þátt í margvíslegum félagsstörfum og var um margra ára skeið formaður Vélstjórafélags Suðurnesja og við samruna félagsins við Vélstjórafélag Íslands, stjórnarmaður þar. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Austfirðingafélagsins á Suðurnesjum og tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Vilborg Jónsdóttir fæddist í Keflavík 28. ágúst 1955. nóvember og ólst þar upp. Hún starfaði um árabil í eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli en síðustu árin vann hún á leikskólum í Reykjanesbæ.
Mynd 1: Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, afhendir Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólameistara og Ívari Valbergssyni sviðsstjóra tæknisviðs FS gjöfina.
Mynd 2: Ívar Valbergsson, sviðsstjóri tæknisviðs, útskýrir notkunarmöguleika forritsins.