FS færði Krabbameinsfélaginu veglega gjöf eftir slaufusölu
Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er endurvinnsluáfangi í textíl og er liður í þeim áfanga að vinna verkefni úr endurunnu hráefni og gefa til góðgerðarmála. Nemendur saumuðu og seldu herraslaufur og ágóðinn, 200.000 kr. , rann til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Nemendur mega svo sannarlega vera stoltir af verkefninu en þau stóðu sig afar vel, bæði við vinnu og sölumennsku.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigríði Ingibjörnsdóttur starfsmann Krabbameinsfélags Suðurnesja veita styrknum móttöku.
Kennarar og nemendur í fata-og textíldeildinni vilja þakka þeim sem keyptu slaufur kærlega fyrir stuðninginn við verkefnið.