FS áfram í Gettu betur
Þrátt fyrir tap gegn Flensborg
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja er komið áfram í 16 liða úrslit spurningakeppni Gettu betur, þrátt fyrir tap gegn Flensborg. FS komst þó áfram sem stigahæsta tapliðið, en liðið hlaut 18 stig gegn 26 frá Flensborg. Lið FS skipa þau Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir. Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir.
Heyra má upptöku frá viðureign liðanna hér á Rúv. (FS viðureign hefst á 119. mínútu)
Nú þegar er búið að draga í næstu umferð sem fer fram 19. janúar, en þar mæta FS-ingar liði Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Lið FS-inga hitaði upp á dögunum með því að etja kappi við kennara skólans. Þar höfðu nemendur sigur 33-28. Mynd/FS