Frumsýning í kvöld
Gærur, glimmer og gaddavír frumsýnd í Andrews leikhúsi í kvöld
Sýningin Með blik í auga II – Gærur, glimmer og gaddavír verður frumsýnd í Andrews leikhúsi í kvöld kl. 20:00.
Farið verður í tímaferðalag um tónlist og tíðaranda áratugarins 1970 – 1980 en alls taka 30 tónlistarmenn af Suðurnesjum þátt í sýningunni.
Önnur sýning verður kl. 22:00 á fimmtudagskvöldið sem hentar vel fyrir þá sem vilja enda opnun myndlistarsýninga um bæinn með glæsilegri skemmtun.
Lokasýning verður sunnudaginn 2. september kl. 20:00.
Miðasala er á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.
Miðasala er á midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.