Frú Sesselju Magnúsdóttur minnst á Hlévangi
Í gær var afhjúpuð mynd af frú Sesselju Magnúsdóttur á hjúkrunar-og dvalarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ. Myndin er sett upp að frumkvæði Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, DS.
Sesselja var einn af frumkvöðlum rekstrar Elliheimilisins Hlévangs að Faxabraut 15 og forstöðukona þess frá 1958-1980. Dagurinn var valinn með hliðsjón af því að Sesselja var að ljúka sinni 100. ártíð og hefði orðið 101 árs þennan dag hefði aldur enst til.
Viðstaddir voru ættingjar Sesselju, heimilis- og starfsfólk ásamt öðrum gestum. Sigurður Garðarsson formaður stjórnar DS bauð gesti velkomna og gat framsýni Sesselju í öldrunarmálum og ræddi nokkuð væntanlega uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Njarðvík í því sambandi.
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði samkomuna og fagnaði því að minningu Sesselju væri haldið á lofti enda hefðu málefni aldraðra og yngra fólks verið hennar hugðarefni.
Fyrir hönd ættingja tók til máls Páll Axelsson, sonur Sesselju. Páll rakti að nokkru störf móður sinnar að málefnum Keflavíkurbæjar og er ljóst að fátt hefur það verið í bæjarfélaginu sem hún hefur ekki haft mikinn áhuga á. Hann þakkaði stjórnendum hugulsemi og þá virðingu sem móður hans væri sýnd og vildi þakka Finnboga framkvæmdastjóra ánægjulegt samstarf við undirbúning þessa dags.
Viðstaddir þáðu síðan góðar veitingar og átti heimilisfólk og gestir ánægjulegar samræður.
VF-mynd/ÞorgilsBjörk Guðjónsdóttir, Páll Axelsson og Sigurður Garðarsson við myndina af Sesselju
Sesselja var einn af frumkvöðlum rekstrar Elliheimilisins Hlévangs að Faxabraut 15 og forstöðukona þess frá 1958-1980. Dagurinn var valinn með hliðsjón af því að Sesselja var að ljúka sinni 100. ártíð og hefði orðið 101 árs þennan dag hefði aldur enst til.
Viðstaddir voru ættingjar Sesselju, heimilis- og starfsfólk ásamt öðrum gestum. Sigurður Garðarsson formaður stjórnar DS bauð gesti velkomna og gat framsýni Sesselju í öldrunarmálum og ræddi nokkuð væntanlega uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Njarðvík í því sambandi.
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði samkomuna og fagnaði því að minningu Sesselju væri haldið á lofti enda hefðu málefni aldraðra og yngra fólks verið hennar hugðarefni.
Fyrir hönd ættingja tók til máls Páll Axelsson, sonur Sesselju. Páll rakti að nokkru störf móður sinnar að málefnum Keflavíkurbæjar og er ljóst að fátt hefur það verið í bæjarfélaginu sem hún hefur ekki haft mikinn áhuga á. Hann þakkaði stjórnendum hugulsemi og þá virðingu sem móður hans væri sýnd og vildi þakka Finnboga framkvæmdastjóra ánægjulegt samstarf við undirbúning þessa dags.
Viðstaddir þáðu síðan góðar veitingar og átti heimilisfólk og gestir ánægjulegar samræður.
VF-mynd/ÞorgilsBjörk Guðjónsdóttir, Páll Axelsson og Sigurður Garðarsson við myndina af Sesselju