Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frosin bláber að vestan í morgunmat
Sunnudagur 23. október 2016 kl. 07:10

Frosin bláber að vestan í morgunmat

- Dagný Alda Steinsdóttir, Reykjanesbæ, 4. sæti á lista Vinstri grænna

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð?
Ég hef alltaf kosið menn og málefni og hef í raun aldrei verið tilbúin að fylgja einum pólitískum flokki, þá sér í lagi ef  loforð eru svikin. Stefna VG um að öll áform um mengandi stóriðju séu út af borðinu hugnast mér vel. Það er formaður hvers flokks sem keyrir á stefnuna og finnst mér Katrín Jakobsdóttir vera traustsins verð að halda markmiðum flokksins um umhverfismál.

Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Flokkun á rusli og bann á notkun á plastpokum hér sem og í öllum byggðarlögum. Ísland þarf að vera til fyrirmyndar í öllum umhverfismálum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Hreint kraftaverk ef ég kæmist inn á þing.

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Kaffi og hafragraut með frosnum bláberjum að vestan.

Hvar lætur þú klippa þig? Halla Harðardóttir hefur séð um mig síðustu 20 ár og ég sé enga ástæðu til að finna upp hjólið í því málefni.

Uppáhalds útvarpsmaður? Helgi Seljan og Hulda Geirsdóttir.

Hver væri titill ævisögu þinnar? „My Brilliant Career“

Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Nei, næg er umferðin nú þegar og eykst með hverju ári.
Fallegasti staður á Suðurnesjum? Heimilið mitt með útsýni yfir flóann og bergið okkar fallega.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Erfið spurning, ætli ég verði ekki að segja að flytja heim 2006 frá Bandaríkjunum eftir 27 ára fjarveru.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Að labba á staur á Hafnargötunni er bara eitt dæmi af mörgum.

Dagblað eða net á morgnana? Net, pappír er rusl.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Ekki viss.