Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Froðupartý á miðri Hafnargötu
Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 12:18

Froðupartý á miðri Hafnargötu

Þær væri eflaust ekki amalegt að setja upp froðupartý á miðri Hafnargötunni í Reykjanesbæ. Svo virðist sem einhverjir hafi ætlað að láta þann draum rætast í góða veðrinu sem var í gær, en gosbrunnurinn sem er á gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnesvegs, var fylltur af sápu eða einhverju álíka efni, þannig að úr varð myndarleg froða sem sjálfur DJ Atli Már hefði verið stoltur af. Þessir ungu herramenn voru að leik í froðunni þegar blaðamaður keyrði framhjá í gærkvöldi og virtust skemmta sér konunglega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024