Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fróðlegur fyrirlestur í Fjörheimum
Föstudagur 10. desember 2004 kl. 18:15

Fróðlegur fyrirlestur í Fjörheimum

Forvarnar og fræðslukvöld var í Fjörheimum á miðvikudag. Fjallað var um heimilisofbeldi á Íslandi í dag og ofbeldi í samböndum og á stefnumótum.

Fyrirlesari var Helga Harðardóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi í Vogum, og segir á heimasíðu Fjörheima að fyrirlestur hennar hafi verið mjög fróðlegur. Ráðgjafi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar kom líka og heilsaði uppá krakkana. Mæting var fín og hlustuðu allir vel á þennan áhugaverða fyrirlestur.

Þeir sem vilja kynna sér efnið frekar geta fengið bækling um efnið hjá Önnu í Fjörheimum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024